„Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 12:24 Þórólfur segir um áfangasigur að ræða, en hrósar ekki fullnaðarsigri yfir veirufaraldrinum. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir daginn í dag marka áfangasigur í baráttunni við kórónuveiruna, en eins og greint hefur verið frá falla allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hér innanlands niður á miðnætti. Þórólfur telur þó ekki um fullnaðarsigur að ræða. „Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
„Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira