Öllu aflétt innanlands á miðnætti Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 11:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Safnahúsinu. Vísir/Arnar Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. En við skulum áfram fara varlega, sagði heilbrigðisráðherra, eins og svo oft áður, þegar þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu rétt í þessu. Fyrst á Norðurlöndum Eins margir mega koma saman og vilja, engin grímuskylda er lengur í gildi og skemmtanalífið er opið til hálffimm. Eðlilegt líf er því að hefjast á ný, en á landamærunum eru enn skimanir og sóttvarnaráðstafanir í gildi. Heilbrigðisráðherra: „Það er stór dagur, ég finn það bara að það er dálítill hjartsláttur hjá mér, í glímunni við Covid-19.“ Ísland er fyrsta land á Norðurlöndunum til þess að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Áfram verða viðhafðar ráðstafanir á landamærum fram eftir sumri, en ekki innanlands, meðal annars þar sem þau fáu smit sem hafi greinst undanfarið hafi ekki valdið veikindum. Leiðinlegi gaurinn í partíinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir: „Mér líður bara vel. Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæi í partíinu en við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum og gæta vel að okkur.“ Á meðal þess sem enn er ekki orðið eðlilegt eru til dæmis þau tilmæli sóttvarnalæknis að fara ekki óbólusettur til útlanda. Söguleg ljósmynd af sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra 13. mars 2020 þegar tilkynnt var um fyrsta samkomubannið vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm „Við erum hingað komin í dag til að kynna meiriháttar afléttingar á ráðstöfunum innanlands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það væri skrýtið að vera að tilkynna tilslakanir en ekki herðingar. Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. „Áætlanir okkar um framgang bólusetningarinnar hafa gengið eftir að fullu,“ sagði Katrín og þakkaði fólkinu í landinu fyrir að ráðast í verkefnið með stjórnvöldum. Allt samkvæmt áætlun Nú sér loks fyrir endann á tímabili margvíslegra sóttvarnatakmarkana sem hófst 15. mars 2020 með fyrsta samkomubanni í lýðveldissögunni. Minnisblöðin frá sóttvarnalækni eru orðin 60. Meira en vika er síðan síðasta smit af kórónuveirunni greindist hér innanlands og um 87% á bólusetningaraldri hafa fengið vörn með að minnsta kosti einni sprautu af bóluefni. Heilbrigðisráðuneytið gaf það út í apríl að í síðari hluta júnímánaðar yrði öllum takmörkunum innanlands aflétt, enda yrði hlutfall bólusettra að minnsta kosti komið upp í 75%. Það er nú komið vel yfir þau mörk en allsherjarafléttingin nær að falla innan umræddra tímamarka, þar sem enn er júní. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Safnahúsinu og lesa beina textalýsingu Vísis.
En við skulum áfram fara varlega, sagði heilbrigðisráðherra, eins og svo oft áður, þegar þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu rétt í þessu. Fyrst á Norðurlöndum Eins margir mega koma saman og vilja, engin grímuskylda er lengur í gildi og skemmtanalífið er opið til hálffimm. Eðlilegt líf er því að hefjast á ný, en á landamærunum eru enn skimanir og sóttvarnaráðstafanir í gildi. Heilbrigðisráðherra: „Það er stór dagur, ég finn það bara að það er dálítill hjartsláttur hjá mér, í glímunni við Covid-19.“ Ísland er fyrsta land á Norðurlöndunum til þess að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Áfram verða viðhafðar ráðstafanir á landamærum fram eftir sumri, en ekki innanlands, meðal annars þar sem þau fáu smit sem hafi greinst undanfarið hafi ekki valdið veikindum. Leiðinlegi gaurinn í partíinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir: „Mér líður bara vel. Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæi í partíinu en við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum og gæta vel að okkur.“ Á meðal þess sem enn er ekki orðið eðlilegt eru til dæmis þau tilmæli sóttvarnalæknis að fara ekki óbólusettur til útlanda. Söguleg ljósmynd af sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra 13. mars 2020 þegar tilkynnt var um fyrsta samkomubannið vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm „Við erum hingað komin í dag til að kynna meiriháttar afléttingar á ráðstöfunum innanlands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það væri skrýtið að vera að tilkynna tilslakanir en ekki herðingar. Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. „Áætlanir okkar um framgang bólusetningarinnar hafa gengið eftir að fullu,“ sagði Katrín og þakkaði fólkinu í landinu fyrir að ráðast í verkefnið með stjórnvöldum. Allt samkvæmt áætlun Nú sér loks fyrir endann á tímabili margvíslegra sóttvarnatakmarkana sem hófst 15. mars 2020 með fyrsta samkomubanni í lýðveldissögunni. Minnisblöðin frá sóttvarnalækni eru orðin 60. Meira en vika er síðan síðasta smit af kórónuveirunni greindist hér innanlands og um 87% á bólusetningaraldri hafa fengið vörn með að minnsta kosti einni sprautu af bóluefni. Heilbrigðisráðuneytið gaf það út í apríl að í síðari hluta júnímánaðar yrði öllum takmörkunum innanlands aflétt, enda yrði hlutfall bólusettra að minnsta kosti komið upp í 75%. Það er nú komið vel yfir þau mörk en allsherjarafléttingin nær að falla innan umræddra tímamarka, þar sem enn er júní. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Safnahúsinu og lesa beina textalýsingu Vísis.
Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02 Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. 25. júní 2021 09:06 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. 25. júní 2021 09:06