Ofnæmi eyðilagði tímabilið fyrir silfurmanni síðustu heimsleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 14:31 Samuel Kwant er æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur en þau sjást hér fá fyrirmæli frá þjálfara sínum Ben Bergeron. Bæði unnu silfur á síðustu heimsleikum. Instagram/@samuelkwant Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem vann silfurverðlaun eins og hún á síðustu heimsleikum, tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðuna fyrir því að Samuel Kwant náði sér ekki á strik í undanúrslitunum. Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka. CrossFit Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Aston Villa | Laugardagskvöld á Anfield „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka.
CrossFit Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Aston Villa | Laugardagskvöld á Anfield „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira