Nýtt bílasölusvæði rís við Krókháls 7 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júní 2021 07:01 Fyrirhuguð miðstöð að K7. Framkvæmdir eru hafnar að nýju bílasölusvæði að Krókhálsi 7. Um er að ræða nýtt og fullkomið bílasölusvæði sem mun bjóða upp á úrval af notuðum bílum frá öllum helstu bílamerkjum. Meðfylgjandi er sameiginleg fréttatilkynning frá Öskju og BL. Nýja bílasölusvæðið mun bera heitið K7 sem vísar í Krókháls 7. Þar verða 5 bílasöluhús og hefur K7 meðal annars gengið frá samningum við Öskju – Notaða bíla, Bílaland BL, Bílabankann og Bílamiðstöðina. Tengir Hestháls og Krókháls Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er sérlega góð á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækjum á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og verður þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar. Yfirlitsmynd yfir K7. Hleðslustöðvar og góð lýsing Aðgengi á nýja bílasölusvæðið er bæði frá Krókhálsi og Hesthálsi. Hleðslustöðvar verða á svæðinu enda rafbílasala að aukast á komandi árum. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Lóðin er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir 800 stæðum. Það er Arkís sem sér um hönnun svæðisins og gert er ráð fyrir opnun á K7 í haust. Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent
Meðfylgjandi er sameiginleg fréttatilkynning frá Öskju og BL. Nýja bílasölusvæðið mun bera heitið K7 sem vísar í Krókháls 7. Þar verða 5 bílasöluhús og hefur K7 meðal annars gengið frá samningum við Öskju – Notaða bíla, Bílaland BL, Bílabankann og Bílamiðstöðina. Tengir Hestháls og Krókháls Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er sérlega góð á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækjum á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og verður þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar. Yfirlitsmynd yfir K7. Hleðslustöðvar og góð lýsing Aðgengi á nýja bílasölusvæðið er bæði frá Krókhálsi og Hesthálsi. Hleðslustöðvar verða á svæðinu enda rafbílasala að aukast á komandi árum. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Lóðin er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir 800 stæðum. Það er Arkís sem sér um hönnun svæðisins og gert er ráð fyrir opnun á K7 í haust.
Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent