„Stefnum á að vinna titla á næsta ári“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 11:30 Rakel Sara Elvarsdóttir og Blær Hinriksson voru valin efnilegust á Íslandsmótinu í handbolta. HSÍ/KJARTAN „Alla leið. Eins langt og ég get komist,“ segir hinn 19 ára gamli Blær Hinriksson, aðspurður hvert hann stefni. Blær var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur eftir að hafa stimplað sig vel inn á sinni fyrstu leiktíð með Aftureldingu. Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24
Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01
Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26