„Stefnum á að vinna titla á næsta ári“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 11:30 Rakel Sara Elvarsdóttir og Blær Hinriksson voru valin efnilegust á Íslandsmótinu í handbolta. HSÍ/KJARTAN „Alla leið. Eins langt og ég get komist,“ segir hinn 19 ára gamli Blær Hinriksson, aðspurður hvert hann stefni. Blær var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur eftir að hafa stimplað sig vel inn á sinni fyrstu leiktíð með Aftureldingu. Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira
Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira
Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24
Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01
Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26