Innlent

Enginn hefur greinst smitaður innanlands síðan fimmtánda júní

Árni Sæberg skrifar
Sýnatökuglös eins og notuð eru við skimun vegna kórónuveirunnar.
Sýnatökuglös eins og notuð eru við skimun vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Enginn hefur greinst með kórónuveiruna innanlands síðastliðina átta daga, eða frá 15. Júní.

Þetta kemur fram á síðunni covid.is sem uppfærð var núna klukkan 11, en hún var síðast uppfærð á mánudag.

Tólf eru nú í einangrun samanborið við fimmtán á mánudag og þá eru 78 nú í sóttkví samanborið við 41 á mánudag.

Frá mánudegi hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum. Átta greindust með mótefni og einn bíður eftir mótefnamælingu.

Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita er nú 1,6 en 3,8 á landamærum.

Fullbólusettir hér á landi eru nú 166.490 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×