Innlent

Enn slatti af bóluefni eftir og opið inn í kvöldið

Vésteinn Örn Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa
Það hefur verið margt um manninn í Laugardalshöll frá því bólusetning hófst í dag.
Það hefur verið margt um manninn í Laugardalshöll frá því bólusetning hófst í dag. Vísir/Egill

Ennþá er opið í bólusetningu gegn Covid-19 og segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að enn séu um 500 skammtar eftir í Laugardalshöllinni. Líklega verði opið þar til klukkan 20:00 að minnsta kosti.

Opnað var fyrir bólusetningu fyrir alla fædda 2005 eða fyrr sem vilja, en fyrr í dag var aðeins fólki með strikamerki í bólusetningu hleypt að. Bólusett ef með bóluefni Pfizer.

Ragnheiður Ósk sagði við mbl.is í kvöld að skammtarnir sem er búið að blanda endist til klukkan 21:00 í kvöld en þá þurfi að farga þeim. Búist hefði verið við meiri eftirspurn og þegar röð þeirra sem höfðu ekki fengið sérstakt boð byrjaði að myndast um hádegi hafi verið ákveðið að blanda allt efnið sem var til.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×