Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 16:24 Árni Bragi Eyjólfsson var bestur í Olís-deildinni í vetur. Stöð 2 Sport Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“ Olís-deild karla KA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“
Olís-deild karla KA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira