Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 14:45 Cristiano Ronaldo og Toni Kroos eiga báðir á hættu að ljúka keppni á EM í kvöld. EPA/HUGO DELGADO Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira