Telur orðróm um að ungt fólk svindli á bólusetningu hæpinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 13:17 Ragnheiður Ósk sá um að draga árgangahópa í bólusetningarröð. Hún segist ekki hafa orðið þess áskynja að ungt fólk reyni að fá bólusetningarvottorð án þess að vera bólusett. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist ekki hafa orðið var við það að ungt fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, láti skanna strikamerkið sitt og yfirgefi svo svæðið án þess að fá sprautu. Með því væri hægt að fá bólusetningarvottorð án þess að hljóta fulla bólusetningu. Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36