Erlent

Bóluefni Moderna er nú Spikevax

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bóluefni Moderna heitir nú Spikevax.
Bóluefni Moderna heitir nú Spikevax. Getty

Bóluefni Moderna hefur nú fengið nýtt nafn og heitir því Spikevax það sem eftir er. Bóluefnið hefur verið í notkun hér á landi frá því í janúar og hefur hingað til verið vísað til þess bara sem „Moderna“ en nú hlýtur að verða breyting þar á.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Evrópu. Bóluefnið er nú notað fyrir alla átján ára og eldri og er um að ræða svokallað RNA bóluefni. 

Tilraunir hafa verið gerðar á virkni bóluefnisins í hópi 12 til 17 ára unglinga og samkvæmt niðurstöðum annars stigs tilrauna hefur efnið 96 prósenta virkni í þeim aldurshópi. Enginn í þeim aldurshópi hefur þó formlega fengið bóluefnið, utan tilraunadýranna auðvitað. Þá standa nú yfir rannsóknir hjá Moderna um virkni Spikevax á hálfs árs til ellefu ára börn.


Tengdar fréttir

Moderna með 96 prósent virkni fyrir unglinga

Bóluefni Moderna við Covid-19 hefur 96 prósent virkni í hópi 12-17 ára, samkvæmt niðurstöðum úr öðru stigi tilrauna með efnið í þessum aldurshóp. 

Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×