Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 13:00 Svíar eru öruggir inn í 16-liða úrslitin en Spánverjar hafa gert tvö jafntefli og þurfa sigur í dag til að vera öruggir áfram. Getty/Diego Souto Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira