Þeim sem hafa áhuga á að þiggja Janssen-bóluefnið verður safnað í hóp og þeir boðaðir í bólusetningu þegar hæfilega margir eru komnir á lista.
Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar.
Bólusett verður eftirfarandi daga:
Vika 26
- Mánudagur 28. júní - Moderna
- Þriðjudagur 29. júní - Pfizer
- Miðvikudagur 30. júní - AstraZeneca
- Fimmtudagur 1. júlí - AstraZeneca
Vika 27
- Þriðjudagur 6. júlí - Pfizer
- Miðvikudagur 7. júlí - AstraZeneca (ef þörf er á, ekki er hægt að treysta á þessa dagsetningu)
Vika 28
- Þriðjudagur 13. júlí fyrir hádegi- Pfizer
- Þriðjudagur 13. júlí eftir hádegi - Moderna
Bólusetningar hefjast aftur um miðjan ágúst en verða með öðru sniði. Nýtt fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur, að því er fram kemur á vef heilsugæslunnar.