Innlent

Búið að ákveða bólusetningardaga fram að „sumarfríi“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þegar bólusetningar hefjast aftur upp úr miðjum ágúst verður fyrirkomulagið annað en nú.
Þegar bólusetningar hefjast aftur upp úr miðjum ágúst verður fyrirkomulagið annað en nú.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út bólusetningardagatal fram að „sumarfríi“. Enn stendur til boða að skrá sig í bólusetningu með efninu frá Janssen, í gegnum netspjallið á heilsuvera.is.

Þeim sem hafa áhuga á að þiggja Janssen-bóluefnið verður safnað í hóp og þeir boðaðir í bólusetningu þegar hæfilega margir eru komnir á lista.

Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar.

Bólusett verður eftirfarandi daga:

Vika 26

  • Mánudagur 28. júní - Moderna
  • Þriðjudagur 29. júní - Pfizer
  • Miðvikudagur 30. júní - AstraZeneca
  • Fimmtudagur 1. júlí - AstraZeneca

Vika 27

  • Þriðjudagur 6. júlí - Pfizer
  • Miðvikudagur 7. júlí - AstraZeneca (ef þörf er á, ekki er hægt að treysta á þessa dagsetningu)

Vika 28

  • Þriðjudagur 13. júlí fyrir hádegi- Pfizer
  • Þriðjudagur 13. júlí eftir hádegi - Moderna

Bólusetningar hefjast aftur um miðjan ágúst en verða með öðru sniði. Nýtt fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur, að því er fram kemur á vef heilsugæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×