Hætt að bólusetja í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 14:40 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir hafa verið litlar heimtur í bólusetningum með Janssen í dag. Vísir/Vilhelm Mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen var heldur dræm í dag. Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að dyrunum hafi verið lokað klukkan fjögur Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels