Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2021 11:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira