GDRN ljáir eldfjallinu Kötlu rödd sína Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júní 2021 10:56 Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN fer með aðalhlutverk í Netflix-seríunni Kötlu og ljáir eldfjallinu nú einnig rödd sína í nýju tónverki. Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu. Til að tengjast eldfjallinu rýndu tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og eldfjalla- og jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir í gögn um skjálftavirkni eldfjallsins. Tjáningar Kötlu eru settar fram á ljóðrænan og músíkalskan hátt til að varpa sýn á alræmda eldfjallið og Netflix-þáttaröðina. „Okkur var stillt saman af Netflix vegna þess að ég gerði tónlistina við þættina Kötlu og þeim langaði til þess að finna nýtt sjónarhorn á kynningu þáttanna,“ segir Högni um samstarfið. Hann segist hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann komst að því að Kristín Jónsdóttir væri jarðskjálftafræðingurinn sem hann skyldi vinna með. „Kristín Jónsdóttir sem er búin að vera í fréttunum alla daga? Hún er stjarna! Hún er þjóðargersemi,“ voru viðbrögð Högna. Túlka skjálftavirkni með söng Söngkonan GDRN sem fer með aðalhlutverk í þáttunum, túlkar innri rödd Kötlu í tónverkinu. Hún segir sögu sem lýsir samskiptum fólks og náttúru, í gegnum ljóð samið af Högna og Andra Snæ Magnasyni. Það er hinn verðlaunaði kammerkór Cantoque sem er GDRN til halds og trausts í verkinu. Söngvarar kórsins eru átta og túlka átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. „Við tókum þessar tíðnir og breyttum þeim yfir í músíkalska tjáningu. Jarðskjálftavirknin er í raun samtal á milli þessara svæða - mismunandi raddir,“ segir Högni. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson samdi tónlist fyrir Netflix-seríuna Kötlu og hefur nú samið tónverk sem byggir á virknigögnum eldfjallsins. Högni og Kristín skoðuðu virknigögn Kötlu tuttugu ár aftur í tímann við gerð tónverksins. Högni segir gögnin lýsa því hvernig jörðin hreyfir sig og hvernig Katla dansar og hvað hún er að segja. „Við lítum á þetta verk sem upphafið á nýju tímabili - listaverk í leit af samhljómi fólks og náttúru sem fær okkur til að hlusta, finna og endurspegla. Jafnvel frumspekilegt rými þar sem maður og eldfjall sameinast,“ segir Högni. Átta manna kammerkórinn Cantoque túlkar átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. Katla geti ekki haldið í sér lengur Kristín hefur verið áberandi síðustu mánuði vegna eldgossins í Geldingadölum. Hún segir að þó svo þetta sé allt hluti af sama stóra kerfinu, þá muni gosið í Geldingadölum ekki létta undir því sem koma skal frá Kötlu. „Katla er svo hættulegt eldfjall og það er svo langt síðan það gaus þarna síðast og það kemur að því. Við vitum það að hún getur ekki haldið í sér lengur,“ segir Kristín. Netflix Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Til að tengjast eldfjallinu rýndu tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og eldfjalla- og jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir í gögn um skjálftavirkni eldfjallsins. Tjáningar Kötlu eru settar fram á ljóðrænan og músíkalskan hátt til að varpa sýn á alræmda eldfjallið og Netflix-þáttaröðina. „Okkur var stillt saman af Netflix vegna þess að ég gerði tónlistina við þættina Kötlu og þeim langaði til þess að finna nýtt sjónarhorn á kynningu þáttanna,“ segir Högni um samstarfið. Hann segist hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann komst að því að Kristín Jónsdóttir væri jarðskjálftafræðingurinn sem hann skyldi vinna með. „Kristín Jónsdóttir sem er búin að vera í fréttunum alla daga? Hún er stjarna! Hún er þjóðargersemi,“ voru viðbrögð Högna. Túlka skjálftavirkni með söng Söngkonan GDRN sem fer með aðalhlutverk í þáttunum, túlkar innri rödd Kötlu í tónverkinu. Hún segir sögu sem lýsir samskiptum fólks og náttúru, í gegnum ljóð samið af Högna og Andra Snæ Magnasyni. Það er hinn verðlaunaði kammerkór Cantoque sem er GDRN til halds og trausts í verkinu. Söngvarar kórsins eru átta og túlka átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. „Við tókum þessar tíðnir og breyttum þeim yfir í músíkalska tjáningu. Jarðskjálftavirknin er í raun samtal á milli þessara svæða - mismunandi raddir,“ segir Högni. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson samdi tónlist fyrir Netflix-seríuna Kötlu og hefur nú samið tónverk sem byggir á virknigögnum eldfjallsins. Högni og Kristín skoðuðu virknigögn Kötlu tuttugu ár aftur í tímann við gerð tónverksins. Högni segir gögnin lýsa því hvernig jörðin hreyfir sig og hvernig Katla dansar og hvað hún er að segja. „Við lítum á þetta verk sem upphafið á nýju tímabili - listaverk í leit af samhljómi fólks og náttúru sem fær okkur til að hlusta, finna og endurspegla. Jafnvel frumspekilegt rými þar sem maður og eldfjall sameinast,“ segir Högni. Átta manna kammerkórinn Cantoque túlkar átta mismunandi svæði eldfjallsins sem öll hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. Katla geti ekki haldið í sér lengur Kristín hefur verið áberandi síðustu mánuði vegna eldgossins í Geldingadölum. Hún segir að þó svo þetta sé allt hluti af sama stóra kerfinu, þá muni gosið í Geldingadölum ekki létta undir því sem koma skal frá Kötlu. „Katla er svo hættulegt eldfjall og það er svo langt síðan það gaus þarna síðast og það kemur að því. Við vitum það að hún getur ekki haldið í sér lengur,“ segir Kristín.
Netflix Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08
Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54