Leikmaður Skota hrósaði Grealish fyrir að vera myndarlegur og sagðist elska kálfana hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 12:00 Jack Grealish og Stephen O'Donnell í baráttunni í leik Englendinga og Skota á föstudaginn. O'Donnell var duglegur að hrósa útliti Grealishs eftir að hann kom inn á. getty/Craig Williamson Stephen O'Donnell, leikmaður skoska landsliðsins, beitti sérstakri aðferð til að verjast Jack Grealish í leiknum gegn Englandi á EM á föstudaginn. O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira
O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira
Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34