Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir dreymir um að keppa á Ólympíuleikunum en fyrst þarf hún að laga á sér skrokkinn. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Sjá meira
Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Sjá meira