„Barnalegt og í rauninni skelfilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:31 Freyr Alexandersson segir Ungverja hafa gert sig seka um slæm mistök. Vísir/Stöð 2 Sport Ungverjaland og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í fótbolta í Búdapest í gær. Eftir frábæra frammistöðu gerðu Ungverjar sig seka um ein slæm mistök sem kostuðu þá þrjú stig úr leiknum. Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira