„Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 12:00 Billy Gilmour fór mikinn á Wembley í gærkvöld. Facundo Arrizabalaga - Pool/Getty Images) Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Ekki er víst að Gilmour hefði einu sinni verið valinn í landsliðshópinn hefði ekki verið fyrir meiðsli þeirra Ryans Jack og Kenny McLean í aðdraganda mótsins. Gilmour hafði aldrei byrjað landsleik fyrir Skota fyrir gærkvöldið og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið vel. Sendingageta Gilmours, róleiki hans á boltanum, og almenn þrautseigja voru fagnaðarefni skoskra stuðningsmanna sem klöppuðu vel fyrri stráknum þegar honum var skipt á velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok í gær. Landi Gilmours, Graeme Souness, sem stýrði miðjunni hjá raðmeistaraliði Liverpool á árum áður, sagði hann hafa verið besta manninn á vellinum í gær. Margur var sammála því þar sem Gilmour fékk verðlaun sem maður leiksins í leikslok. Congrats, Billy Gilmour! Star of the Match on his first Scotland start #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/jNTdIah8iN— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Getur spilað eins og hann vill fyrir Skotland „Guð minn góður... á meðal þeirra betri.“ sagði Andrew Robertson, fyrirliði Skota, um Gilmour eftir leik. „Ekkert slær hann út af laginu. Hann getur spilað eins marga leiki og hann vill fyrir Skotland.“ bætti hann við. „Við vissum áður en við settum hann inn í liðið að hann kann leikinn, þetta er bara spurning um rétta augnablikið. Í kvöld var hans augnablik sem hann nýtti sér og það kom engum á óvart,“ sagði Steve Clarke, þjálfari Skota, um frammistöðu Gilmours. Fair play Scotland, them tribal games hit different. Billy Gilmour was basically Ngolo Kante — Patrick van Aanholt (@pvanaanholt) June 18, 2021 Patrick van Aanholt, leikmaður Crystal Palace sem leikur fyrir hollenska landsliðið á EM, sagði Gilmour í raun vera eins og Frakkinn N'Golo Kanté, sem er samherji Gilmours hjá Chelsea og af mörgum talinn besti varnartengiliður fótboltans í dag. Sendi SMS á mömmu og pabba Sjálfur þakkar Gilmour liðsfélögum sínum fyrir góða frammistöðu og segist hafa sent foreldrum sínum SMS-skilaboð fyrir leik. „Mér datt í hug að ég myndi byrja eftir æfingarnar en var ekki sagt það fyrr en á síðasta liðsfundinum áður en við fórum á völlinn, svo ég sendi mömmu og pabba SMS í rútunni. Ég er virkilega stoltur að byrja og að koma hér og gera vel er enn betra.“ „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og allir gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ sagði Gilmour eftir leik. What a performance by the boys tonight. Fans were unreal all night! pic.twitter.com/SVTxmgPfLx— Billy Gilmour (@billygilmourrr) June 18, 2021 Skotar eru eftir leik gærkvöldsins með eitt stig, líkt og Króatía, eftir fyrstu tvo leikina. Liðin mætast innbyrðis í lokaumferðinni í leik sem mun líklega ráða því hvort liðanna fer áfram í 16-liða úrslit. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 „Við þurfum að gera betur“ Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki nægilega sáttur við sína menn í markalausu jafntefli þeirra við Skotland í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. 18. júní 2021 23:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Ekki er víst að Gilmour hefði einu sinni verið valinn í landsliðshópinn hefði ekki verið fyrir meiðsli þeirra Ryans Jack og Kenny McLean í aðdraganda mótsins. Gilmour hafði aldrei byrjað landsleik fyrir Skota fyrir gærkvöldið og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið vel. Sendingageta Gilmours, róleiki hans á boltanum, og almenn þrautseigja voru fagnaðarefni skoskra stuðningsmanna sem klöppuðu vel fyrri stráknum þegar honum var skipt á velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok í gær. Landi Gilmours, Graeme Souness, sem stýrði miðjunni hjá raðmeistaraliði Liverpool á árum áður, sagði hann hafa verið besta manninn á vellinum í gær. Margur var sammála því þar sem Gilmour fékk verðlaun sem maður leiksins í leikslok. Congrats, Billy Gilmour! Star of the Match on his first Scotland start #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/jNTdIah8iN— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Getur spilað eins og hann vill fyrir Skotland „Guð minn góður... á meðal þeirra betri.“ sagði Andrew Robertson, fyrirliði Skota, um Gilmour eftir leik. „Ekkert slær hann út af laginu. Hann getur spilað eins marga leiki og hann vill fyrir Skotland.“ bætti hann við. „Við vissum áður en við settum hann inn í liðið að hann kann leikinn, þetta er bara spurning um rétta augnablikið. Í kvöld var hans augnablik sem hann nýtti sér og það kom engum á óvart,“ sagði Steve Clarke, þjálfari Skota, um frammistöðu Gilmours. Fair play Scotland, them tribal games hit different. Billy Gilmour was basically Ngolo Kante — Patrick van Aanholt (@pvanaanholt) June 18, 2021 Patrick van Aanholt, leikmaður Crystal Palace sem leikur fyrir hollenska landsliðið á EM, sagði Gilmour í raun vera eins og Frakkinn N'Golo Kanté, sem er samherji Gilmours hjá Chelsea og af mörgum talinn besti varnartengiliður fótboltans í dag. Sendi SMS á mömmu og pabba Sjálfur þakkar Gilmour liðsfélögum sínum fyrir góða frammistöðu og segist hafa sent foreldrum sínum SMS-skilaboð fyrir leik. „Mér datt í hug að ég myndi byrja eftir æfingarnar en var ekki sagt það fyrr en á síðasta liðsfundinum áður en við fórum á völlinn, svo ég sendi mömmu og pabba SMS í rútunni. Ég er virkilega stoltur að byrja og að koma hér og gera vel er enn betra.“ „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og allir gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ sagði Gilmour eftir leik. What a performance by the boys tonight. Fans were unreal all night! pic.twitter.com/SVTxmgPfLx— Billy Gilmour (@billygilmourrr) June 18, 2021 Skotar eru eftir leik gærkvöldsins með eitt stig, líkt og Króatía, eftir fyrstu tvo leikina. Liðin mætast innbyrðis í lokaumferðinni í leik sem mun líklega ráða því hvort liðanna fer áfram í 16-liða úrslit. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 „Við þurfum að gera betur“ Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki nægilega sáttur við sína menn í markalausu jafntefli þeirra við Skotland í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. 18. júní 2021 23:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55
„Við þurfum að gera betur“ Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki nægilega sáttur við sína menn í markalausu jafntefli þeirra við Skotland í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. 18. júní 2021 23:00
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn