Vill ekki breyta um umdeilt leikkerfi fyrir stórleik dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 11:31 Joachim Löw hefur sætt gagnrýni fyrir 3-4-3 kerfi Þýskalands. UEFA/UEFA via Getty Images Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að breyta til, en þó ekki um of, fyrir leik liðsins við Evrópumeistara Portúgals í F-riðli Evrópumótsins í dag. Þjóðverjar þurfa sigur eftir tap í fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira