Bóluefnið sem brást Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 23:44 Táknræn ruslatunna fyrir utan húsnæði CureVac í Tübingen. Bóluefnið lofaði góðu, en svo kom smá seinkun, svo enn frekari seinkun og nú niðurstöður úr þriðja stigi tilrauna með efnið. Þær eru það slæmar að ólíklegt þykir að það komist á markað yfirleitt. Bernd Weissbrod/picture alliance - Getty Images Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15