Busquets laus við veiruna og mættur til starfa Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 21:30 Reynsla Busquets getur gefið Spánverjum mikið. Soccrates/Getty Images/David S. Bustamante Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins á yfirstandandi Evrópumóti, er laus við kórónuveiruna og er kominn til móts við liðsfélaga sína. Spánn mætir Póllandi í annað kvöld. Busquets smitaðist af veirunni skömmu fyrir mót sem setti allt í uppnám hjá þeim spænsku. Leikmenn úr U21 liði Spánar þurftu að spila æfingaleik þar sem aðrir leikmenn voru í sóttkví en sem betur fer fyrir þá spænsku var fyrirliðinn sá eini sem smitaðist. Skimun á Busquets í dag reyndist neikvæð og gat hann þá umgengist liðsfélaga sína á ný. Hann missti af fyrsta leik þeirra spænsku, markalausu jafntefli við Svíþjóð. Ólíklegt er að Busquets taki þátt í leik morgundagsins en hann mun að minnsta kosti vera á bekknum. Hann er sá í hópnum sem á langflesta landsleiki að baki, 123 talsins, og hefur skorað í þeim tvö mörk. Næstur á eftir honum er Koke, miðjumaður Atlético Madrid, með 51 landsleik. Spánn þarf sigur eftir svekkjandi jafntefli við Svía í fyrsta leik en það þurfa andstæðingar þeirra, Pólverjar, líka. Pólland tapaði fyrir Slóvakíu í fyrstu umferðinni og eru því án stiga. Með sigri fer Spánn að hlið Svía í fjögur stig, en Svíar unnu 1-0 sigur á Slóvakíu í dag. Leikur Spánar og Póllands hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á stöðvum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Busquets smitaðist af veirunni skömmu fyrir mót sem setti allt í uppnám hjá þeim spænsku. Leikmenn úr U21 liði Spánar þurftu að spila æfingaleik þar sem aðrir leikmenn voru í sóttkví en sem betur fer fyrir þá spænsku var fyrirliðinn sá eini sem smitaðist. Skimun á Busquets í dag reyndist neikvæð og gat hann þá umgengist liðsfélaga sína á ný. Hann missti af fyrsta leik þeirra spænsku, markalausu jafntefli við Svíþjóð. Ólíklegt er að Busquets taki þátt í leik morgundagsins en hann mun að minnsta kosti vera á bekknum. Hann er sá í hópnum sem á langflesta landsleiki að baki, 123 talsins, og hefur skorað í þeim tvö mörk. Næstur á eftir honum er Koke, miðjumaður Atlético Madrid, með 51 landsleik. Spánn þarf sigur eftir svekkjandi jafntefli við Svía í fyrsta leik en það þurfa andstæðingar þeirra, Pólverjar, líka. Pólland tapaði fyrir Slóvakíu í fyrstu umferðinni og eru því án stiga. Með sigri fer Spánn að hlið Svía í fjögur stig, en Svíar unnu 1-0 sigur á Slóvakíu í dag. Leikur Spánar og Póllands hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á stöðvum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00