„Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 20:30 Lovren fór oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir atvikið með dómara leiksins. Pool/Getty Images/Petr Josek Tékkar fengu umdeilda vítaspyrnu í 1-1 jafntefli þeirra við Króata á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Atvikið var tekið fyrir af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport þar sem skoðanir voru skiptar. Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn