Álfheiður fær ekki að keppa í BBC Cardiff Singer of the World vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2021 09:30 Álfheiður fékk að taka þátt í hluta undankeppninnar en þurfti frá að víkja. Aðsend/Stephanie Wake-Edwards Íslenska sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir fær ekki að halda áfram keppni í BBC Cardiff Singer of the World en hún hefur verið skikkuð í sóttkví eftir að einstaklingur í flugvélinni hennar á leið frá Íslandi til Bretlands greindist smitaður af veirunni. Álfheiður hefur farið í þrjú Covid-próf síðan hún kom til Cardiff sem öll reyndust neikvæð, en fær samt ekki að halda áfram keppninni. Henni hefur þó þegar verið boðið að taka þátt árið 2023 og segist spennt fyrir því að geta stigið á svið og sungið vonandi fyrir fullan sal af áheyrendum. „Þegar ég áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið keppninni áfram varð ég auðvitað mjög sorgmædd og fyrir miklu áfalli af því að þetta ferli hefur verið svo langt. Andlega álagið sem fylgir undirbúningnum fyrir eina stærstu söngkeppni heims er gífurlegt en þetta hefur að sjálfsögðu bara gert mig sterkari og reynslunni ríkari. En jú vissulega hefur mest allur tími minn undanfarið verið helgaður þessari keppni,“ segir Álfheiður í samtali við fréttastofu. Hefur lengi dreymt um að taka þátt í keppninni Álfheiður ólst upp í tónlistarfjölskyldu og hóf söngnám aðeins þriggja ára í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík. Síðar hóf hún nám í Söngskóla Sigurðar Demetz og söng í fjölda kóra og hélt svo áfram tónlistarnáminu í Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín, þaðan sem hún lýkur mastersnámi í klassískum söng næsta júlí. Hún segir það lengi hafa verið draum hjá sér að taka þátt í keppninni í Cardiff. „Ég hef alltaf fylgst með þessari keppni, ég man eftir því að hafa horft á hana í sjónvarpinu á RÚV sem ung stelpa, var alveg heltekin og gat ekki hætt að horfa á þessa frábæru söngvara. Ég hef síðan þá alltaf látið mig dreyma um að taka þátt sjálf og í fyrra þegar ég sá auglýst eftir þátttakendum, þá ákvað ég að sækja um“ segir Álfheiður. Ársferli endaði í sóttkví á hótelherbergi Ferlið við að komast í keppnina var að sögn Álfheiðar langt og strangt. „Ég var ekkert mjög vongóð því ég áttaði mig á því að aðsóknin var mikil í þessa keppni. Þetta var mjög langt umsóknarferli og ég þurfti að senda þeim mörg myndbönd af mér að syngja. Það er gaman að segja frá því, að í síðasta umsóknarþrepinu sendi ég þeim upptöku frá aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem voru í beinni útsendingu á RÚV og eftir það fékk ég formlegt boð í keppnina ásamt 15 öðrum söngvurum hvaðanæva úr heiminum. Ég er ótrúlega stolt og þakklát fyrir þann mikla heiður að hafa fengið boð, sérstaklega af því að í ár var metfjöldi umsækjenda.“ Álfheiður segist vongóð um að geta tekið þátt i keppninni árið 2023.Aðsend/Ovors Þá hafi mikill tími farið í að velja lögin sem hún ákvað að syngja í keppninni. „Þá tók við alveg rosalegur undirbúningur og skriffinnska og umstang. Við þurftum að tilkynna með góðum fyrirvara hvaða verk við vildum flytja og sömuleiðis voru tekin við okkur mörg viðtöl og við jafnvel beðin um að mynda ferðalögin okkar til Cardiff svo BBC gæti sýnt frá þessari sérstöku Covid útgáfu keppninnar.“ „Það þýðir ekkert að velta sér of mikið upp úr þessu“ Keppnin er tvískipt. Annars vegar er keppt í ljóðasöng með píanóleikara og hins vegar í flutningi verka ásamt sinfóníuhljómsveit. Álfheiður hafði tekið þátt í fyrsta hluta keppninnar í ljóðasöngnum þegar fréttirnar bárust um að hún þyrfti að fara í sóttkví. Álfheiður lærir óperusöng við Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín.Aðsend/Ingo Hoehn „Það gekk ótrúlega vel og ég hef fengið frábær viðbrögð fyrir þann flutning. Nokkrum dögum síðar og aðeins klukkustund áður en átti að vera mætt á hljómsveitaræfingu fyrir fyrstu umferðina með hljómsveitinni, kom þessi tölvupóstur frá velskum heilbrigðisyfirvöldum um að ég yrði að fara í sóttkví þar sem smit hafði greinst hjá farþega í sama flugi,“ segir Álfheiður. „Ég þakklát fyrir að hafa ekki veikst og það þýðir ekki að velta sér of mikið upp úr þessum óvænta og sára viðsnúningi. Næst á dagskrá hjá mér er undirbúningur fyrir útskriftartónleika mína í meistaranáminu og ég hlakka mikið til að flytja verk á þeim tónleikum sem ekki fengu að hljóma í Cardiff,“ segir Álfheiður. Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Álfheiður hefur farið í þrjú Covid-próf síðan hún kom til Cardiff sem öll reyndust neikvæð, en fær samt ekki að halda áfram keppninni. Henni hefur þó þegar verið boðið að taka þátt árið 2023 og segist spennt fyrir því að geta stigið á svið og sungið vonandi fyrir fullan sal af áheyrendum. „Þegar ég áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið keppninni áfram varð ég auðvitað mjög sorgmædd og fyrir miklu áfalli af því að þetta ferli hefur verið svo langt. Andlega álagið sem fylgir undirbúningnum fyrir eina stærstu söngkeppni heims er gífurlegt en þetta hefur að sjálfsögðu bara gert mig sterkari og reynslunni ríkari. En jú vissulega hefur mest allur tími minn undanfarið verið helgaður þessari keppni,“ segir Álfheiður í samtali við fréttastofu. Hefur lengi dreymt um að taka þátt í keppninni Álfheiður ólst upp í tónlistarfjölskyldu og hóf söngnám aðeins þriggja ára í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík. Síðar hóf hún nám í Söngskóla Sigurðar Demetz og söng í fjölda kóra og hélt svo áfram tónlistarnáminu í Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín, þaðan sem hún lýkur mastersnámi í klassískum söng næsta júlí. Hún segir það lengi hafa verið draum hjá sér að taka þátt í keppninni í Cardiff. „Ég hef alltaf fylgst með þessari keppni, ég man eftir því að hafa horft á hana í sjónvarpinu á RÚV sem ung stelpa, var alveg heltekin og gat ekki hætt að horfa á þessa frábæru söngvara. Ég hef síðan þá alltaf látið mig dreyma um að taka þátt sjálf og í fyrra þegar ég sá auglýst eftir þátttakendum, þá ákvað ég að sækja um“ segir Álfheiður. Ársferli endaði í sóttkví á hótelherbergi Ferlið við að komast í keppnina var að sögn Álfheiðar langt og strangt. „Ég var ekkert mjög vongóð því ég áttaði mig á því að aðsóknin var mikil í þessa keppni. Þetta var mjög langt umsóknarferli og ég þurfti að senda þeim mörg myndbönd af mér að syngja. Það er gaman að segja frá því, að í síðasta umsóknarþrepinu sendi ég þeim upptöku frá aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem voru í beinni útsendingu á RÚV og eftir það fékk ég formlegt boð í keppnina ásamt 15 öðrum söngvurum hvaðanæva úr heiminum. Ég er ótrúlega stolt og þakklát fyrir þann mikla heiður að hafa fengið boð, sérstaklega af því að í ár var metfjöldi umsækjenda.“ Álfheiður segist vongóð um að geta tekið þátt i keppninni árið 2023.Aðsend/Ovors Þá hafi mikill tími farið í að velja lögin sem hún ákvað að syngja í keppninni. „Þá tók við alveg rosalegur undirbúningur og skriffinnska og umstang. Við þurftum að tilkynna með góðum fyrirvara hvaða verk við vildum flytja og sömuleiðis voru tekin við okkur mörg viðtöl og við jafnvel beðin um að mynda ferðalögin okkar til Cardiff svo BBC gæti sýnt frá þessari sérstöku Covid útgáfu keppninnar.“ „Það þýðir ekkert að velta sér of mikið upp úr þessu“ Keppnin er tvískipt. Annars vegar er keppt í ljóðasöng með píanóleikara og hins vegar í flutningi verka ásamt sinfóníuhljómsveit. Álfheiður hafði tekið þátt í fyrsta hluta keppninnar í ljóðasöngnum þegar fréttirnar bárust um að hún þyrfti að fara í sóttkví. Álfheiður lærir óperusöng við Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín.Aðsend/Ingo Hoehn „Það gekk ótrúlega vel og ég hef fengið frábær viðbrögð fyrir þann flutning. Nokkrum dögum síðar og aðeins klukkustund áður en átti að vera mætt á hljómsveitaræfingu fyrir fyrstu umferðina með hljómsveitinni, kom þessi tölvupóstur frá velskum heilbrigðisyfirvöldum um að ég yrði að fara í sóttkví þar sem smit hafði greinst hjá farþega í sama flugi,“ segir Álfheiður. „Ég þakklát fyrir að hafa ekki veikst og það þýðir ekki að velta sér of mikið upp úr þessum óvænta og sára viðsnúningi. Næst á dagskrá hjá mér er undirbúningur fyrir útskriftartónleika mína í meistaranáminu og ég hlakka mikið til að flytja verk á þeim tónleikum sem ekki fengu að hljóma í Cardiff,“ segir Álfheiður.
Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira