Kieran Trippier og Raphael Varane sagðir vera of dýrir fyrir Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 19:16 Endursöluverð Kieran Trippier er ekki hátt og það gæti verið að trufla forráðamenn Manchester United. Getty/Shaun Botterill Manchester United gæti verið að gefa upp vonina um að kaupa varnarmennina Kieran Trippier og Raphael Varane í sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að leikmennirnir séu hreinlega of dýrir fyrir Manchester United. United er með miðvörð og hægri bakvörð á óskalista sínum fyrir næsta tímabil og þeir Kieran Trippier og Raphael Varane þóttu báðir mjög góðir kostir. Manchester United are unwilling to meet Kieran Trippier and Raphael Varane asking prices. #MUFC [@RobDawsonESPN] pic.twitter.com/l4GpjnMxOw— Football Talk (@Football_TaIk) June 18, 2021 Kieran Trippier vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina eftir tvö ár hjá Atletico Madrid. Spænska félagið vill hins vegar fá meira en þrjátíu milljónir punda fyrir hann sem United þykir of mikið fyrir þrítugan leikmann. United er líka þegar búið að eyða fimmtíu milljónum punda í hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka sem félagið keypti frá Crystal Palace árið 2018. Varane hefur verið lengi á óskalista Manchester United en samningsstaða hans hjá Real Madrid gæti opnað fyrir möguleikann á að kaupa hann. Franski miðvörðurinn á bara eitt ár eftir af samningi sínum og sagður vilja prófa eitthvað nýtt. Sancho Trippier Varane RiceWhere #mufc stand with transfer targets in the window https://t.co/5f9bbwh5a9— Man United News (@ManUtdMEN) June 15, 2021 Það flækir aftur á móti málið að hinn miðvörðurinn, Sergio Ramos, er farinn og ef Real Madrid missir þá báða þá þarf félagið að kaupa tvo miðverði. United hefur ekki áhuga á Ramos samkvæmt frétt ESPN. Real Madrid vill hins vegar fá meira en sjötíu milljónir punda fyrir Varane þrátt fyrir að hann eigi bara eitt ár eftir af samningi sínum. Það þykir forráðamönnum Manchester United vera of mikið. Verði ekkert af kaupunum á Trippier og Varane, þá gæti United reynt að kaupa í staðinn bakvörðinn Max Aarons frá Norwich og miðvörðinn Pau Torres frá Villarreal. Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
ESPN hefur heimildir fyrir því að leikmennirnir séu hreinlega of dýrir fyrir Manchester United. United er með miðvörð og hægri bakvörð á óskalista sínum fyrir næsta tímabil og þeir Kieran Trippier og Raphael Varane þóttu báðir mjög góðir kostir. Manchester United are unwilling to meet Kieran Trippier and Raphael Varane asking prices. #MUFC [@RobDawsonESPN] pic.twitter.com/l4GpjnMxOw— Football Talk (@Football_TaIk) June 18, 2021 Kieran Trippier vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina eftir tvö ár hjá Atletico Madrid. Spænska félagið vill hins vegar fá meira en þrjátíu milljónir punda fyrir hann sem United þykir of mikið fyrir þrítugan leikmann. United er líka þegar búið að eyða fimmtíu milljónum punda í hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka sem félagið keypti frá Crystal Palace árið 2018. Varane hefur verið lengi á óskalista Manchester United en samningsstaða hans hjá Real Madrid gæti opnað fyrir möguleikann á að kaupa hann. Franski miðvörðurinn á bara eitt ár eftir af samningi sínum og sagður vilja prófa eitthvað nýtt. Sancho Trippier Varane RiceWhere #mufc stand with transfer targets in the window https://t.co/5f9bbwh5a9— Man United News (@ManUtdMEN) June 15, 2021 Það flækir aftur á móti málið að hinn miðvörðurinn, Sergio Ramos, er farinn og ef Real Madrid missir þá báða þá þarf félagið að kaupa tvo miðverði. United hefur ekki áhuga á Ramos samkvæmt frétt ESPN. Real Madrid vill hins vegar fá meira en sjötíu milljónir punda fyrir Varane þrátt fyrir að hann eigi bara eitt ár eftir af samningi sínum. Það þykir forráðamönnum Manchester United vera of mikið. Verði ekkert af kaupunum á Trippier og Varane, þá gæti United reynt að kaupa í staðinn bakvörðinn Max Aarons frá Norwich og miðvörðinn Pau Torres frá Villarreal.
Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira