Eriksen sendi samherjum sínum skilaboð af sjúkrabeði og sagði frammistöðu þeirra stórkostlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2021 11:30 Leikmenn danska liðsins þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Belgíu. getty/Jonathan Nackstrand Christian Eriksen hrósaði samherjum sínum í danska landsliðinu fyrir frammistöðu þeirra gegn Belgíu á EM í gær og sagði hana stórkostlega. Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira
Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05
Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08