Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 12:01 Valsmenn mæta til leiks með þriggja marka forskot frá því í fyrri leiknum við Hauka. Vísir/Elín Björg Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira