Erlent

Evrópa grænkar á Co­vid-kortinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kórónuveirukort Sóttvarnastofnunar Evrópu er að verða grænna.
Kórónuveirukort Sóttvarnastofnunar Evrópu er að verða grænna. ECDC

Það er orðið nokkuð grænt um að lítast á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir sjónrænt stöðu kórónuveirufaraldursins víðs vegar um Evrópu. 

Kortið er uppfært vikulega, og nýjasta útgáfan leit dagsins ljós í dag. Hún er talsvert grænni en sú sem gefin var út fyrir viku síðan. Mismunandi litir tákna mishátt nýgengi kórónuveirusmita á hverja 100.000 íbúa á síðustu tveimur vikum, og táknar grænt lítið nýgengi.

Í nýjustu útgáfunni er fjöldi landa algrænn, og þó nokkur færast nær því frá síðustu útgáfu. Þannig eru Pólland, Tékkland, Finnland, Sviss, Austurríki og Ungverjaland algræn, auk Íslands. Ítalía, Þýskaland og Noregur grænka þá talsvert milli vikna.

Þó er nýgengi víða enn hátt, til að mynda í Hollandi og á svæðum innan Svíþjóðar og Spánar. Nýjasta kortið má sjá efst í þessari frétt, en kort síðustu viku er hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×