Karólína Lea: Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 19:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir það hafa verið mikinn skóla að spila með Bayern München seinni hluta tímabilsins. Vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München, en hún gekk til liðsins frá Breiðablik í janúar. Hún segir tilfinninguna frábæra að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið. „Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
„Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira