Innlent

Tveir greindust utan sótt­kvíar

Atli Ísleifsson skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar er sérstaklega tekið fram að þessi smit hafi greinst hjá ferðamönnum á heimleið. 

„Vel gekk að rekja ferðir þessara einstaklinga og enginn fór í sóttkví vegna þeirra,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því í gær að síðan covid.is verði framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur.

Þó verði send út tilkynning fari svo að Covid-smit hafi greinst utan sóttkvíar deginum áður líkt og tilfellið er nú. 

Þar sem morgundagurinn er rauður dagur, þjóðhátíðardagurinn 17. júní, verður síðan Covid.is næst uppfærð á föstudaginn.

Að neðan má sjá Covid-tölur eins og þær voru uppfærðar í gær. Alls voru þá þrjátíu í einangrun og 57 í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×