Möguleiki Þórs lítill en felst í hröðum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 13:31 CJ Burks, Deane Williams og félagar í Keflavík hafa unnið átján leiki í röð. vísir/Hulda Margrét Til að Þór Þ. eigi möguleika gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þarf liðið að eiga sinn besta leik og vonast til að Keflvíkingar spili undir pari. Þetta segir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar. Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira