Talaði við Eriksen í mánuð um hvernig hann ætlaði að nota hann í Belgíuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 11:30 Christian Eriksen í leiknum á móti Finnum áður en hann fékk hjartastopp í lok fyrri hálfleiks. AP/Stuart Franklin Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian Eriksen í leiknum á móti Belgum á EM en ekkert verður að því að Eriksen spili þann leik. Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
Christian Eriksen er enn að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hann fékk hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM en sem betur fer tókst að lífga hann við á vellinum. Eriksen sendi frá sér kveðju í gær en hann á eftir að fara í frekari rannsóknir til að komast að því hvað gerðist. Christian Eriksen has expressed his thanks for the goodwill messages he has received after suffering a cardiac arrest during Denmark's Euro 2020 opener.— Sky Sports (@SkySports) June 15, 2021 Hjulmand landsliðsþjálfari talaði um það við Ekstra Bladet hvernig hann ætlaði að nota Christian Eriksen á nýjan hátt í leiknum á móti Belgum sem er næsti leikur liðsins á EM. „Það er enginn einn sem getur komið í staðinn fyrir Christian. Það er ómögulegt. Christian er hjartað í liðinu okkar og stjórnar taktinum í okkar leik,“ sagði Kasper Hjulmand. Dönum gekk illa á móti Belgum í Þjóðadeildinni en þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í vandræðum með þetta frábæra belgíska lið. Nú þurfa Danir að ná úrslitum á móti toppliði heimslistans ætli liðið sér áfram í sextán liða úrslit á EM. Denmark coach Kasper Hjulmand was reduced to tears when asked about Christian Eriksen, as he gave an emotional and poignant speech.https://t.co/wL4f5IYq10— SPORTbible (@sportbible) June 12, 2021 „Ég var búinn að hugsa upp nýtt hlutverk fyrir Christian í þessum leik og það var eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Ég var búinn að tala um þetta við hann í mánuð og hann var mjög spenntur fyrir því að prófa það en nú verður ekkert að því,“ sagði Hjulmand. „Nú þurfum við að fara aðra leið en við erum vel undirbúnir. Við erum tilbúnir í stríð og berjast fyrir sætinu. Það sem skiptir mestu máli er að það er í lagi með Christian og þá getum við haldið áfram,“ sagði Kasper Hjulmand. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira