Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:01 Flugvélunum var flogið í oddaflugi yfir gosstöðvarnar. Þráinn Kolbeinsson Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni. Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira