Bjórþyrsti spéfuglinn sem Finnar geta reitt sig á Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 10:02 Lukas Hradecky fagnar með stuðningsmönnum eftir sigur gegn Ungverjalandi í Tampere árið 2018. Getty/Antti Yrjonen Markvörðurinn Lukas Hradecky fagnaði einu sinni sigri finnska landsliðsins með því að þamba heilt bjórglas frá stuðningsmanni. Það er eiginlega alltaf stutt í grínið hjá þessari þjóðhetju Finna en hann viðurkennir að minna hafi verið um grín eftir fyrsta leikinn á EM, sigurinn á Dönum þar sem Christian Eriksen fór í hjartastopp. Finnar og Danir kláruðu leikinn á laugardag, aðeins skömmu eftir að læknum tókst að lífga Eriksen við. Hradecky varði vítaspyrnu í leiknum og Finnar unnu það sem fyrir fram hefði talist óvæntur sigur, 1-0, en augu þeirra líkt og heimsins alls hafa hins vegar beinst að Eriksen og hans heilsu. „Já, samtölin í gufubaðinu, í rútunni og alls staðar þar sem við erum hafa snúist um þetta. Strákarnir eru alltaf að lesa fréttir og við fylgjumst stöðugt með stöðunni á Christian. Núna, nokkrum dögum eftir þetta slys, er útlitið sem betur fer gott,“ sagði Hradecky við Yle á æfingu finnska hópsins sem nú er kominn til Rússlands. „Núna þegar við erum komnir lengra frá Kaupmannahöfn þá þarf einbeitingin að færast yfir á fótboltann,“ sagði Hradecky. Klippa: Hradecky ver víti Dana Hradecky verður eflaust í sviðsljósinu í dag í „vetrarstríðinu“ við Rússland kl. 13. Finnar þurfa á því að halda að þessi 31 árs gamli markvörður Leverkusen, sem áður lék með Frankfurt eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, verði upp á sitt besta svo þeir haldi áfram að koma á óvart. Gott að verja með pungnum Í grein í finnska miðlinum Ilta-Sanomat um Hradecky segir að það sé dæmigert fyrir hann að hafa sótt sér bjór til stuðingsmanns til að fagna, þegar Finnland vann Hvíta-Rússland 2-0 í vináttulandsleik fyrir þremur árum. Alltaf sé stutt í breiða brosið og óvenjulegt grín hjá honum, eins og þegar hann sagði ekkert vera betra fyrir markvörð en að verja skot með pungnum. View this post on Instagram A post shared by Lukas Hradecky (@lhradecky) Skömmu eftir að hafa tekið drykkinn af stuðningsmanninum birti Hradecky mynd af þeim á samfélagsmiðlum, eftir að hafa gefið stuðningsmanninum kassa af bjór. „Skuldin er greidd núna,“ skrifaði markvörðurinn. Mikilvægt að vera maður sjálfur Í grein Ilta-Sanomat segir að þó að Hradecky geti verið kjaftfor „trúður“, sem njóti þess að fá sér smá bjór, þá sé hann fagmennskan uppmáluð þegar komi að æfingum og keppni. „Það er alltaf ákveðið tabú varðandi bjórdrykkju. Bjór er til þess að drekka hann. Og varðandi blótsyrðin; 99,9% fólks blótar. Af hverju ættum við fótboltamenn að vera meiri dýrlingar en aðrir? Fólk heldur að ég verði fullur á hverju kvöldi en það er ekki þannig. Auðvitað ekki, ég er atvinnumaður í fótbolta. Ég kveiki á Netflix, elda einhvern mat, tek einn bjór úr ísskápnum og hvíli mig svo. Á vissan hátt lifum við fótboltamenn eins og við séum inni á einhverri stofnun. Við þurfum að búa á bakvið luktar dyr. Ég held að það sé mikilvægt að vera maður sjálfur og sem betur fer uppgötvaði ég það snemma. Hvort sem maður starfar í alvarlegu umhverfi eða ekki þá verður maður að vera maður sjálfur,“ sagði Hradecky. Leikur Finnlands og Rússlands hefst kl. 13 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Þremur tímum síðar, eða kl. 16, mætast Tyrkland og Wales, og kl. 19 er leikur Ítalíu og Sviss. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Finnland Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Finnar og Danir kláruðu leikinn á laugardag, aðeins skömmu eftir að læknum tókst að lífga Eriksen við. Hradecky varði vítaspyrnu í leiknum og Finnar unnu það sem fyrir fram hefði talist óvæntur sigur, 1-0, en augu þeirra líkt og heimsins alls hafa hins vegar beinst að Eriksen og hans heilsu. „Já, samtölin í gufubaðinu, í rútunni og alls staðar þar sem við erum hafa snúist um þetta. Strákarnir eru alltaf að lesa fréttir og við fylgjumst stöðugt með stöðunni á Christian. Núna, nokkrum dögum eftir þetta slys, er útlitið sem betur fer gott,“ sagði Hradecky við Yle á æfingu finnska hópsins sem nú er kominn til Rússlands. „Núna þegar við erum komnir lengra frá Kaupmannahöfn þá þarf einbeitingin að færast yfir á fótboltann,“ sagði Hradecky. Klippa: Hradecky ver víti Dana Hradecky verður eflaust í sviðsljósinu í dag í „vetrarstríðinu“ við Rússland kl. 13. Finnar þurfa á því að halda að þessi 31 árs gamli markvörður Leverkusen, sem áður lék með Frankfurt eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, verði upp á sitt besta svo þeir haldi áfram að koma á óvart. Gott að verja með pungnum Í grein í finnska miðlinum Ilta-Sanomat um Hradecky segir að það sé dæmigert fyrir hann að hafa sótt sér bjór til stuðingsmanns til að fagna, þegar Finnland vann Hvíta-Rússland 2-0 í vináttulandsleik fyrir þremur árum. Alltaf sé stutt í breiða brosið og óvenjulegt grín hjá honum, eins og þegar hann sagði ekkert vera betra fyrir markvörð en að verja skot með pungnum. View this post on Instagram A post shared by Lukas Hradecky (@lhradecky) Skömmu eftir að hafa tekið drykkinn af stuðningsmanninum birti Hradecky mynd af þeim á samfélagsmiðlum, eftir að hafa gefið stuðningsmanninum kassa af bjór. „Skuldin er greidd núna,“ skrifaði markvörðurinn. Mikilvægt að vera maður sjálfur Í grein Ilta-Sanomat segir að þó að Hradecky geti verið kjaftfor „trúður“, sem njóti þess að fá sér smá bjór, þá sé hann fagmennskan uppmáluð þegar komi að æfingum og keppni. „Það er alltaf ákveðið tabú varðandi bjórdrykkju. Bjór er til þess að drekka hann. Og varðandi blótsyrðin; 99,9% fólks blótar. Af hverju ættum við fótboltamenn að vera meiri dýrlingar en aðrir? Fólk heldur að ég verði fullur á hverju kvöldi en það er ekki þannig. Auðvitað ekki, ég er atvinnumaður í fótbolta. Ég kveiki á Netflix, elda einhvern mat, tek einn bjór úr ísskápnum og hvíli mig svo. Á vissan hátt lifum við fótboltamenn eins og við séum inni á einhverri stofnun. Við þurfum að búa á bakvið luktar dyr. Ég held að það sé mikilvægt að vera maður sjálfur og sem betur fer uppgötvaði ég það snemma. Hvort sem maður starfar í alvarlegu umhverfi eða ekki þá verður maður að vera maður sjálfur,“ sagði Hradecky. Leikur Finnlands og Rússlands hefst kl. 13 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Þremur tímum síðar, eða kl. 16, mætast Tyrkland og Wales, og kl. 19 er leikur Ítalíu og Sviss. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Finnland Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira