Sprautar fólk og spilar í höllinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2021 18:00 Victor var hinn hressasti þegar fréttastofa ræddi við hann. Vísir/Sigurjón Um níu þúsund manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Á meðan heilbrigðisstarfsmenn voru í óðaönn við að bólusetja mannskapinn stóð einn starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins uppi í stúku og þeytti skífum. Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“ Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“
Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira