Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. júní 2021 15:25 Magnús Norðdahl lögmaður fagnar ákvörðun kærunefndar útlendingamála. Vísir Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33