Ronaldo fjarlægði kókið og hvatti fólk til að drekka vatn Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 13:00 Cristiano Ronaldo á blaðamannafundinum í Búdapest í gær, aðeins með vatnsflösku fyrir framan sig. Getty Cristiano Ronaldo var ekki hrifinn af því að sjá tvær kókflöskur á borðinu fyrir framan sig þegar hann settist niður til að svara spurningum á blaðamannafundi Portúgals á EM í gær. Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira