Innlent

Um 70 skammtar eftir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bólusett er með bóluefni Janssen í dag.
Bólusett er með bóluefni Janssen í dag. Vísir/Vilhelm

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að krefja fólk ekki um boðun í bólusetningu vilji það koma og láta bólusetja sig með bóluefni Janssen í dag. Bólusetning er því opin öllum, utan yngstu árganga og barnshafandi.

Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Fólk sem þegar hefur fengið boðun er beðið um að framvísa strikamerki sem það hefur fengið sent, en öðrum nægir að gefa sig fram með kennitölu við komuna í höllina.

Hún ítrekar að barnshafandi og fólk fætt 2003 eða seinna geti þó ekki komið og fengið bólusetningu að þessu sinni, þar sem bólusett er með Janssen.

„Við ætlum samt að biðja fólk um að vera ekki með neinn æsing, því 1.500 skammtar eru fljótir að fara,“ segir Ragnheiður.

Uppfært klukkan 15:58: Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður að nú séu um 70 skammtar af bóluefninu eftir en lítil röð sé fyrir utan höllina og því óvíst hvenær bóluefni dagsins klárast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×