Erfiðari gönguleiðin opin í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 11:54 Fólki er bent á að auðveldara sé að ganga inn í Nátthaga, þar sem hraunið streymir niður í dalinn. Vísir/Vilhelm Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Svokölluðum gönguleiðum A og B upp að gosstöðvunum í Geldingadölum var lokað í gær eftir að hraun rann yfir hluta gönguleiðar A. Verið er að leggja nýja gönguleið að gosstöðvunum en þangað til verður leið B opin almenningi. „Við munum loka fyrir streymi fólks að gönguleið A, þar sem við teljum hugsanlega geta komið hraunstreymi þar niður. Gönguleið B, þó hún sé torfarnari og aðeins lengri, þá er hún stikuð frá því í vor. Á versta kaflanum er enn kaðall til handstyrkingar fyrir fólk sem fer þar en samt verð ég segja að gönguleið B er meira fyrir vant göngufólk,” segir Gunnar. Leið B sé bæði lengri og hækkunin meiri. „Hún er erfiðari og við sáum það í vor, reyndar í vetraraðstæðum, að fólk átti erfiðara með þetta. Það áttu sér stað óhöpp, gönguhnjask og fólk var að snúa sig og detta og þar fram eftir götunum.” Það sé hins vegar ekki síðra sjónarspil að fylgjast með hrauntaumnum renna niður í Nátthaga, þangað sem auðveldara er að ganga. „Fyrir þá sem treysta sér ekki í svona göngu en vilja komast að gosstöðvunum er hægt að benda á að það er töluverð upplifun að ganga inn í Nátthaga, þars em hraunið streymir niður í dalinn,” segir Gunnar. Frekari ákvarðanir verði teknar dag frá degi. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Svokölluðum gönguleiðum A og B upp að gosstöðvunum í Geldingadölum var lokað í gær eftir að hraun rann yfir hluta gönguleiðar A. Verið er að leggja nýja gönguleið að gosstöðvunum en þangað til verður leið B opin almenningi. „Við munum loka fyrir streymi fólks að gönguleið A, þar sem við teljum hugsanlega geta komið hraunstreymi þar niður. Gönguleið B, þó hún sé torfarnari og aðeins lengri, þá er hún stikuð frá því í vor. Á versta kaflanum er enn kaðall til handstyrkingar fyrir fólk sem fer þar en samt verð ég segja að gönguleið B er meira fyrir vant göngufólk,” segir Gunnar. Leið B sé bæði lengri og hækkunin meiri. „Hún er erfiðari og við sáum það í vor, reyndar í vetraraðstæðum, að fólk átti erfiðara með þetta. Það áttu sér stað óhöpp, gönguhnjask og fólk var að snúa sig og detta og þar fram eftir götunum.” Það sé hins vegar ekki síðra sjónarspil að fylgjast með hrauntaumnum renna niður í Nátthaga, þangað sem auðveldara er að ganga. „Fyrir þá sem treysta sér ekki í svona göngu en vilja komast að gosstöðvunum er hægt að benda á að það er töluverð upplifun að ganga inn í Nátthaga, þars em hraunið streymir niður í dalinn,” segir Gunnar. Frekari ákvarðanir verði teknar dag frá degi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira