Gary Neville telur Liverpool hafa gert stór mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 10:00 Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu með hollenska landsliðinu á móti Úkraínu í gær. AP/Peter Dejong Georginio Wijnaldum minnti á sig í sigri Hollendinga á Evrópumótinu í gærkvöldi með því að skora fyrsta markið í 3-2 sigri á Úkraínu. Wijnaldum hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og ein orðhvöt Manchester United goðsögn er á því að Liverpool liðið eigi eftir að sakna hollenska miðjumannsins mikið á næstu leiktíð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira