Erlent

Fresta afléttingu allra aðgerða vegna Delta afbrigðisins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ákvörðunin er talin munu vekja hörð viðbrögð, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna.
Ákvörðunin er talin munu vekja hörð viðbrögð, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. epa/Andy Rain

Bresk yfirvöld hafa ákveðið að fresta boðuðum tilslökunum vegna kórónufaraldursins um fjórar vikur á Englandi. 

Til stóð að afnema samkomutakmarkanir þar í landi þann 21. júní næstkomandi en breska ríkisútvarpið segist hafa heimildir fyrir því að ekkert verði af því.

Ráðherrar í ríkistjórninni munu þegar hafa skrifað undir tilmæli þess efnis og búist er við að Boris Johnson forsætisráðherra tilkynni um ákvörðunina síðar í dag. 

Þetta þýðir að næturklúbbar Englands verða áfram lokaðir og fólki ráðlagt að vinna heiman frá sér þegar slíkt er hægt. 

Nú þegar hefur mörgum takmörkunum verið aflétt og átti fjórða og síðasta stig þeirrar vegferðar að gerast 21. júní. 

Vísindamenn hafa hinsvegar lagst gegn þeirri áætlun og vilja bíða uns fleiri hafa verið bólusettir, ekki síst vegna aukinnar útbreiðslu svokallaðs Delta afbrigðis SARS-CoV-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×