Þeir sem ekki treysta sér inn eru bólusettir í bílum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 13:52 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir von á um tuttugu þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Búist er við að allir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu með AstraZeneca hér á landi fái hana í lok júní en þá er von á um tuttugu þúsundum skömmtum af bóluefninu. Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10