Þeir sem ekki treysta sér inn eru bólusettir í bílum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 13:52 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir von á um tuttugu þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Búist er við að allir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu með AstraZeneca hér á landi fái hana í lok júní en þá er von á um tuttugu þúsundum skömmtum af bóluefninu. Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10