Belgar sitja í efsta sæti heimslista FIFA, en þeir verða án Kevin De Bruyne sem hefur verið einn besti miðjumaður heims síðustu ár.
Axel Witsel, leikmaður Dortmund í Þýskalandi, ferðaðist heldur ekki með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin.
Axel Witsel and Kevin De Bruyne did not travel to Russia. They stayed in Tubize to continue their recovery.
— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) June 11, 2021
Rússar verða án miðjumannsinns Andrei Mostovoy, en hann greindist með kórónaveiruna í gær.
Leikur Belgíu og Rússlands fer fram í kvöld klukkan 19:00 en þetta verður í sjötta skipti sem löndin mætast á stórmóti.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.