Fótbolti

EM í dag: „Öskruðu Tyrkina í kaf“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikil stemning í ítalska hópnum.
Mikil stemning í ítalska hópnum. Alberto Lingria/Getty

Freyr Alexandersson, fyrrum landsliðsþjálfari, hrósaði ítalska landsliðinu en hreifst ekki af því tyrkneska eftir opnunarleikinn á EM.

Ítalía vann öruggan 3-0 sigur á Tyrkjum í opnunarleiknum sem fór fram í Róm í kvöld.

Heimamenn voru mikið sterkari aðilinn en leikurinn var gerður upp í EM í dag í leikslok.

„Þeir geta sjálfum sér um kennt fyrir að hafa mætt svona út úr sínu elementi,“ sagði Freyr um Tyrkina.

„Við töluðum um það í upphitunarþáttunum að þeir væru búnir að búa til móment með sér og það var flottur taktur í þeim.“

Ítalir láta yfirleitt vel í sér heyra í þjóðsöngnum og það var engin breyting á því í dag.

„Svo mæta þeir í dag skíthræddir. Þeir voru hræddir við þá og ég skil þá eftir þjóðsönginn. Þeir öskruðu þá í kaf,“ sagði Freyr.

„Ítalirnir voru töffararnir og Tyrkirnir voru litlir í sér og hræddir. Þeir voru passífir og það hentar þeim ekki vel.“

„Mér fannst þeir missa taktinn og gerðu það sjálfir. Stilltu liðinu upp passíft og mættu andlega ekki með þessa stemningu sem þú þarft að eiga í fyrsta leik gegn Ítölum.“

Klippa: EM í dag - 1. dagur

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Ítalir rúlluðu yfir Tyrki

Ítalir byrja Evrópumótið af krafti en þeir unnu 3-0 sigur á Tyrkjum í opnunarleiknum á 16. Evrópumótinu í fótbolta karla. Spilað var í Róm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×