„Sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir leikmenn sem búa til færin fyrir mig" Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2021 20:13 Tandri fagnar í leik Stjörnunnar fyrr á leiktíðinni. vísir/hulda margrét Stjarnan unnu Haukana 29-32. Þau úrslit dugðu hinsvegar ekki til og fóru Haukarnir áfram í úrslitaeinvígið eftir að hafa unnið leikinn í Garðabænum með fimm mörkum.Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar var svekktur með niðurstöðuna en þó stoltur af sínu liði. „Þetta var hörku leikur, við vorum fjórum mörkum yfir í hálfleik svo þetta gat dottið báðum megin en Björgvin Páll gerði vel í að verja undir lok leiks," sagði Tandri stoltur af liðinu sínu. Stjarnan áttu frábæran kafla síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir þegar haldið var til hálfleiks. „Leikplanið hjá Patta gekk upp, við ætluðum að þvinga þá í skot og Brynjar Darri varði vel. Við vorum talsvert agaðri í þessum leik heldur en þeim fyrri og má segja að við töpuðum einvíginu í fyrri leiknum." Tandri var ánægður með karakter Stjörnunnar í leiknum því þeir gáfust aldrei upp í kvöld. „Við höfum áður sýnt að það að við gefumst aldrei upp. Það er ákveðið markmið í Garðabænum að við ætlum að ná í titil og munum við læra af þessu einvígi." Mikil umræða hefur verið um leik Tandra sem að margra mati spilað undir væntingum. „Sú umræða fer ekkert í taugarnar á mér, ég er orðin það gamall að ég pæli ekkert í þessu. Ég get lofað því að ég set meiri kröfur á sjálfan mig heldur en þið fréttamenn. „Mér er alveg sama hvað ég geri svo lengi sem við vinnum leiki. Þetta lið snýst ekkert um mig, þó ég hafi verið atkvæðamikill í vetur þá er það vegna þess það er mikið spilað á mig, sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir sem búa til færin þó ég klári þau," sagði Tandri. Tandri viðurkenndi að tímabilið hefur verið langt og strangt þar sem það hefur ekki verið sjálfgefið að spila handbolta. „Þetta tímabil hefur verið erfitt andlega. Maður er alltaf að byrja og stoppa sem gerði það að verkum að þetta er í fyrsta sinn sem maður finnur fyrir líkamanum þó maður sé ungur að árum," sagði Tandri að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Íslenski handboltinn Haukar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Sjá meira
„Þetta var hörku leikur, við vorum fjórum mörkum yfir í hálfleik svo þetta gat dottið báðum megin en Björgvin Páll gerði vel í að verja undir lok leiks," sagði Tandri stoltur af liðinu sínu. Stjarnan áttu frábæran kafla síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir þegar haldið var til hálfleiks. „Leikplanið hjá Patta gekk upp, við ætluðum að þvinga þá í skot og Brynjar Darri varði vel. Við vorum talsvert agaðri í þessum leik heldur en þeim fyrri og má segja að við töpuðum einvíginu í fyrri leiknum." Tandri var ánægður með karakter Stjörnunnar í leiknum því þeir gáfust aldrei upp í kvöld. „Við höfum áður sýnt að það að við gefumst aldrei upp. Það er ákveðið markmið í Garðabænum að við ætlum að ná í titil og munum við læra af þessu einvígi." Mikil umræða hefur verið um leik Tandra sem að margra mati spilað undir væntingum. „Sú umræða fer ekkert í taugarnar á mér, ég er orðin það gamall að ég pæli ekkert í þessu. Ég get lofað því að ég set meiri kröfur á sjálfan mig heldur en þið fréttamenn. „Mér er alveg sama hvað ég geri svo lengi sem við vinnum leiki. Þetta lið snýst ekkert um mig, þó ég hafi verið atkvæðamikill í vetur þá er það vegna þess það er mikið spilað á mig, sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir sem búa til færin þó ég klári þau," sagði Tandri. Tandri viðurkenndi að tímabilið hefur verið langt og strangt þar sem það hefur ekki verið sjálfgefið að spila handbolta. „Þetta tímabil hefur verið erfitt andlega. Maður er alltaf að byrja og stoppa sem gerði það að verkum að þetta er í fyrsta sinn sem maður finnur fyrir líkamanum þó maður sé ungur að árum," sagði Tandri að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Íslenski handboltinn Haukar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Sjá meira