Fyrirskipa förgun tuga milljóna skammta af bóluefni Janssen Árni Sæberg skrifar 11. júní 2021 22:54 Þetta glas bóluefnis er líklega ekki framleitt af Emergent BioSolutions.EFE/ETIENNE LAURENT Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að fyrirtækið sem framleiðir bóluefni fyrir Janssen í Bandaríkjunum skuli farga fleiri milljónum skammta. Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira