Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:57 Fólk bíður eftir bólusetningu í næturklúbbi sem var breytt í bólusetningarmiðstöð í Stokkhólmi. Vísir/EPA Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst. Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira