Hallbera á bekknum á móti Írum og Áslaug Munda byrjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 15:47 Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjar gegn Írum. getty/Gabriele Maltinti Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Írlandi í dag. Dagný Brynjarsdóttir, sem missti af leikjunum gegn Ítalíu í apríl og hefur ekki spilað fyrir landsliðið í níu mánuði, kemur inn í byrjunarliðið og er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og fyrirliðanum Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.Our starting lineup for the game against the Rep. of Ireland today!#dottir pic.twitter.com/WRm54oHWBJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2021 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er nýorðin tvítug, er í stöðu vinstri bakvarðar í stað Hallberu Gísladóttur, reyndasta leikmannsins í íslenska hópnum. Áslaug Munda leikur sinn fimmta landsleik í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem missti af Ítalíuleikjunum líkt og Dagný, stendur vaktina í miðri vörninni ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur sem leikur sinn 92. landsleik í dag. Elísa Viðarsdóttir er í stöðu hægri bakvarðar í sínum fertugasta landsleik. Sandra Sigurðardóttir stendur svo á milli stanganna. Elín Metta Jensen skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins en hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er í byrjunarliðinu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir sem byrjaði mjög vel í Svíþjóð en meiddist svo þarf að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum. Nýkrýndur Þýskalandsmeistari, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, og markahæsti íslenski leikmaðurinn í Pepsi Max deildar kvenna, Agla María Albertsdóttir, byrja frammi með Elínu Mettu. Glódís Perla, Alexandra, Karólína Lea og Gunnhildur Yrsa hafa byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Þorsteins. Ísland og Írland mætast aftur á þriðjudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, sem missti af leikjunum gegn Ítalíu í apríl og hefur ekki spilað fyrir landsliðið í níu mánuði, kemur inn í byrjunarliðið og er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og fyrirliðanum Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.Our starting lineup for the game against the Rep. of Ireland today!#dottir pic.twitter.com/WRm54oHWBJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2021 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er nýorðin tvítug, er í stöðu vinstri bakvarðar í stað Hallberu Gísladóttur, reyndasta leikmannsins í íslenska hópnum. Áslaug Munda leikur sinn fimmta landsleik í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem missti af Ítalíuleikjunum líkt og Dagný, stendur vaktina í miðri vörninni ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur sem leikur sinn 92. landsleik í dag. Elísa Viðarsdóttir er í stöðu hægri bakvarðar í sínum fertugasta landsleik. Sandra Sigurðardóttir stendur svo á milli stanganna. Elín Metta Jensen skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins en hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er í byrjunarliðinu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir sem byrjaði mjög vel í Svíþjóð en meiddist svo þarf að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum. Nýkrýndur Þýskalandsmeistari, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, og markahæsti íslenski leikmaðurinn í Pepsi Max deildar kvenna, Agla María Albertsdóttir, byrja frammi með Elínu Mettu. Glódís Perla, Alexandra, Karólína Lea og Gunnhildur Yrsa hafa byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Þorsteins. Ísland og Írland mætast aftur á þriðjudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira