Innlent

Bein út­sending: Minnis­blöð Þór­ólfs á borði ríkis­stjórnarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblöðum með tillögum sínum um aðgerðir innanlands og á landamærum. 
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblöðum með tillögum sínum um aðgerðir innanlands og á landamærum.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblöðum með tillögum sínum um aðgerðir innanlands og á landamærum.

Núverandi reglugerð gildir til 16. júní, sem er miðvikudagur í næstu viku.

Þórólfur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gott hjarðónæmi sé komið hér á landi. Það sé þó ekki orðið fullkomið meðal yngstu aldurshópanna.

Samkvæmt upplýsingum á covid.is hafa 72,8 prósent fólks yfir 16 ára aldri verið full- eða hálfbólusettir hér á landi, 29,2 prósent verið hálfbólusettir og 43,6 prósent verið fullbólusettir. Þá hafa 2,2 prósent fengið Covid-19 og/eða eru með mótefni til staðar.

Nú hafa tæp 73 prósent landsmanna verið bólusett, annað hvort hálf eða full, og 2,2 prósent eru með mótefni.covid.is

Samkvæmt afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar er það ávísun á að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt.

Ríkisstjórn er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður eflaust rætt. Nokkrir hafa greinst smitaðir af veirunni innanlands undanfarna daga en enginn greindist í gær.

Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki í kring um ellefu. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Þá verður textalýsing frá Tjarnargötu, fyrir þá sem ekki geta horft á útsendinguna, hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×